
Þetta er hús með sögu og margir eiga þaðan minningar úr æsku, enda var rekinn leikskóli í húsinu í yfir hálfa öld.
Þetta er húsið Hagamelur 55, sem staðsett er skammt frá Sundlaug Vesturbæjar.
Húsið sem um ræðir, Karlsskáli, var byggt sem íbúðarhús 1925. En árið 1965 urðu þau þáttaskil í sögu þess að Reykjavíkurborg hóf þar starfsemi fjölskylduheimilis, ætlað munaðarlausum börnum.
Síðustu áratugina hefur leikskólinn Vesturborg verið með starfsemi í húsinu og þaðan eiga þúsundir Reykvíkinga minningar frá fyrstu árum ævi sinnar.











