Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í verkið Varmárskóli, vesturálma – kjallari.
Verkefnið felst í endurinnréttingu á rýmum í kjallara vesturálmu Varmárskóla að undanskilinni trésmíðastofu. Nú þegar er búið að rífa út byggingarefni í þeim hluta sem er undir ásamt því að brjóta upp botnplötu rýmisins og endursteypa hana. Nú á að endurinnrétta rýmin sem bæði skólastofur og ýmis stoðrými eins og salerni, ræsting o.fl.
Helstu verkefni sem innifalin eru í útboðsverkinu eru:
- Innanhúsfrágangur á nýjum skólastofum (fjölnota-, tónlistar-, sérkennslu-, smíða- og heimilisfræðistofu) ásamt stoðrýmum (ræsting, salerni, geymslur, búr, rými fyrir netþjón og skrifstofa fyrir húsvörð).
- Uppsetning á léttum innveggjum, lögnum, loftræsingu og raflögnum fyrir rýmin í kjallaranum.
- Utanhúsfrágangur vegna breytinga á gluggum í tengslum við nýtt loftræsikerfi.
Helstu verkþættir í verki, sem þetta útboð nær til, eru eftirfarandi:
- Lagnir og loftræsing vegna nýrra lagnaleiða og kerfa í kjallara.
- Raflagnir og lýsing vegna nýrra lagnaleiða og kerfa í kjallara.
- Steypusögun og borun vegna hurðaropa og tæknikerfa.
- Steypuvinna vegna uppfyllingar á eldri götum.
- Utanhúsfrágangur við glugga sem breytast vegna loftræsikerfis.
- Innanhúsfrágangur og innréttingar á rýmunum í kjallarnum.
Verkinu skal að fullu lokið í samræmi við ákvæði útboðsgagna þ.e. 15. júlí 2026.
Útboðsgögn eru öllum aðgengileg með rafrænum hætti, án endurgjalds í gegnum mos@mos.is frá og með fimmtudeginum 22. janúar 2026, kl. 11:00.
Tilboði ásamt umbeðnum fylgigögnum skal skila rafrænt með tölvupósti á netfangið mos@mos.is eigi síðar en þriðjudaginn 10. febrúar 2026, kl. 14:00.
Ekki verður haldinn opnunarfundur en niðurstöður verða sendar bjóðendum og birtar á vef Mosfellsbæjar að opnun lokinni.












