Fasteignafélag Árborgar slf óskar eftir tilboðum í: „Jötunheimar viðbygging – húsbygging“.
Verkið felur í sér byggingu viðbyggingar við Leikskólann Jötunheima, breytingum á eldri hluta hússins ásamt byggingu nýrrar vagnageymslu. Nýbygging er uppsteypt einangruð að utan klædd með loftræstum klæðningum.
Helstu breytingar á eldra húsnæði eru að breyta á núverandi í kaffistofu í að stækka vinnustofa kennara og fatarými starfsmanna, einnig á að taka geymslur inn af fataklefum barna og breyta þeim í fataklefa fyrir starfsmenn.
Vagnageymsla er úr timbri óeinangruð með loftræstri klæðningu. Verktaki mun sjá um fullnaðarfrágang viðbyggingar, breytingum á eldra húsnæði og vagnageymslu ásamt fullnaðarfrágangi lóðar. Búið verður að jarðvegsskipta lóðinni og gera púða tilbúinn til uppsláttar sökkla.
Helstu áætlaðar magntölur eru:
Undirstöðumót 746 m²
Veggjamót 3.072 m²
Bendistál 57.500 kg
Steinsteypa 693 m³
Fylling að veggjum og undir plötu 1.260 m³
Útveggjaklæðning 702 m²
Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 2027.
Útboðsgögn verða afhent á útboðvef sem er aðgengilegur hér:
https://arborg.ajoursystem.net/Tender/DirectLink/ac1e7947-f978-489f-9765-31611d26af24
Tilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour. Tilboð skulu sett fram með þeim hætti sem sett er fram í útboðskerfinu og í samræmi við skilmála útboðs og hlaða upp þeim skrám sem gerð er krafa um. Bjóðandi fær staðfestingarpóst þegar hann hefur skilað tilboði.
Ef enginn póstur berst, hefur afhending ekki tekist. Bjóðendur skulu í þeim tilfellum leita til Ajour þjónustuaðila án tafar. Bjóðandi ber ábyrgð á að tilboð berist á réttum tíma og eru hvattir til að hefja tímanlega vinnu við að skila þeim inn.
Skilafrestur tilboðs er til kl. 11:00 mánudaginn 16. febrúar 2026.
Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á útboðsvefnum eftir að skilafrestur
tilboða er liðinn. Bjóðendum verður því ekki boðið að mæta á opnunarfund en í kjölfar opnunar
tilboða verður bjóðendum sent opnunaryfirlit rafrænt.
| Útboðsgögn afhent: | 19.01.2026 kl. 17:30 |
| Skilafrestur | 16.02.2026 kl. 11:00 |
| Opnun tilboða: | 16.02.2026 kl. 11:10 |
Mannvirkja og umhverfissvið Árborgar












