Home Fréttir Í fréttum Skóflustunga tekin að viðbyggingu leikskólans Jötunheima á Selfossi

Skóflustunga tekin að viðbyggingu leikskólans Jötunheima á Selfossi

49
0
Mynd: Arborg.is

Samningur Framkvæmda- og tæknideildar Árborgar við Karina ehf vegna jarðvinnu við Jötunheima var undirritaður í gær og skrifaði Bragi Bjarnason bæjarstjóri undir fyrir hönd Árborgar.

Mynd: Arborg.is

Í framhaldi af því var fyrsta skóflustunga að stækkun leikskólans tekin og létu leikskólabörnin sitt ekki eftir liggja í mokstrinum við mikinn fögnuð viðstaddra.

Mynd: Arborg.is

Börnin sem tóku þátt voru þau Lilja Magnea Sandholt, Mikael Ivan Muninn Ingvarsson, Mikael Narfi Stefánsson og Rakel Sara Elvarsdóttir. Þau munu öll vera í útskriftarhóp leikskólans þegar nýja viðbyggingin verður tekin í notkun.

Mynd: Arborg.is

Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum haustið 2027 og verður leikskólinn Jötunheimar þá fyrsti 12 deilda leikskólinn undir einu þaki á Íslandi.

Heimild: Arborg.is