„Hér verður í boði húsnæði fyrir alla aldursflokka,“ segir Pálmi Freyr Randversson framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.
Uppbygging er að hefjast á nokkur hundruð íbúðum á Ásbrú en gert er ráð fyrir töluverðri íbúafjölgun á næstu árum.
Annars vegar hyggist Stofnhús hefja uppbyggingu á 270-280 íbúðum um mitt þetta ár. Hins vegar hyggist félagið Bjartavík hefja uppbyggingu um 250 íbúða á svonefndum Spítalareit.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is












