Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 20.01.2026 RARIK óskar er eftir aðilum til þátttöku í samningi um ráðgjafarþjónustu

20.01.2026 RARIK óskar er eftir aðilum til þátttöku í samningi um ráðgjafarþjónustu

62
0
Mynd: Rarik.

Óskað er eftir aðilum til þátttöku í samningi um ráðgjafarþjónustu sem fram fer í gegnum gagnvirkt innkaupakerfi, eins og það er skilgreint í 55. gr. reglugerðar nr. 340/2017 um innkaup aðila sem annast vatnveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu.

Til að auka fjölbreytni í ráðgjafaflóru okkar óskum við jafnt eftir stærri og minni aðilum bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að bjóða í einstaka flokka ráðgjafar en hver ráðgjafi skal á tilboðsdegi hafa að lágmarki einn starfsmann á launaskrá eða einn undirverktaka í þeim flokki/flokkum sem boðið er í.

Skilafrestur tilboða er 20. janúar 2026, kl. 13 en eftir það geta nýir aðilar óskað eftir þátttöku í innkaupakerfinu á meðan það er í gildi, svo framarlega sem þeir uppfylla skilyrðin sem fram koma í útboðs og samningsskilmálunum.

Þátttaka í útboðinu fer fram á útboðsvef Rarik.