Home Fréttir Í fréttum Fyrsti áfangi verknámsbyggingar FSU á Selfossi afhentur

Fyrsti áfangi verknámsbyggingar FSU á Selfossi afhentur

113
0
Mynd: Verkís.is

Þann 22. ágúst s.l. var afhentur fyrsti áfangi í nýbyggingu verknámshúss við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

<>

Verknám hefur verið kennt undanfarna áratugi í eldra húsi sem var um 1.200m2 að stærð og var komið að endurbótum þess.

Árið 2007 hófst vinna hjá Verkís við þarfagreiningu stækkunar, og í kjölfar arkitektasamkeppni var valin 1.700m2 viðbygging við eldra hús. Framkvæmdir hafa staðið yfir í um eitt ár, en nú var afhentur fyrsti hluti nýbyggingarinnar, en í þeim áfanga var verknámsaðstaða tréiðnar, skólatorg, salerni, búningsaðstaða og aðstaða kennara. Um næstu mánaðarmót er fyrirhugað að afhenda verknámsaðstöðu málmiðnar en heildarverklok eru svo fyrirhuguð þann 1. desember.

Í skólatorgi var sett niður terrazzo gólf, en gólfmynstur þess er listaverk sem listakonan Elín Hansdóttir hannaði og myndar stærðfræðilegt mynstur sem finna má í náttúrunni s.s. þegar mold þornar. Verkís á Selfossi hefur aðstoðað Framkvæmdasýsluna með eftirlit og byggingarstjórn. Arkitektar eru TARK en Mannvit sér um verkfræðihönnun. Verktaki er Jáverk á Selfossi ásamt ýmsum undirverktökum.

Heimild: Verkís.is