Home Fréttir Í fréttum Hótel Saga formlega vígð eftir breytingar

Hótel Saga formlega vígð eftir breytingar

4
0
– RÚV

Ný bygging Háskóla Íslands, sem áður var Hótel Saga, var formlega vígð í vikunni. Ríkið keypti húsið fyrir fjórum árum þegar hótelinu var lokað og hafa endurbætur staðið yfir til að laga það að starfsemi háskólans.

Ný bygging Háskóla Íslands sem áður var Hótel Saga var formlega vígð á mánudag. Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsinu sem áður hýsti bændur og ferðamenn.

Húsið var fyrir byggt fyrir rúmum sextíu árum og var lengst af í eigu Bændasamtakanna.

Ríkið keypti húsið fyrir fjórum árum þegar hótelinu var lokað og hafa endurbætur staðið yfir til að laga það að starfsemi háskólans. Heildarkostnaður nemur tæpum 13 milljörðum króna og var formleg vígsla í gær. Þar sem áður voru fundarsalir og hótelbergi eru nú stúdentaíbúðir og kennslustofur.

Tókst vel að breyta hóteli í háskóla

Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs HÍ, segir það hafa tekist gríðarlega vel að breyta hótelinu í háskóla.

„Þessi bygging er glæsileg, sögufræg, hér er hátt til lofts og vítt til veggja. Þannig að þetta hefur tekist alveg ákaflega vel að mínu mati,“ segir hún.

„Við erum búin að vera að taka húsið í notkun í áföngum í haust og erum komin svona 80 prósent inn í það með starfsemi menntavísindasviðs og upplýsingatæknisviðs háskólans og svo eru nokkrir leiguaðilar í húsinu líka.“

Skjáskot af RÚV.is

Hótel Saga var eitt glæsilegasta hótel landsins og þar gistu margir frægir gestir, þar á meðal Elísabet önnur Englandsdrottning. Grillið, einn helsti veitingastaður landsins, var á efstu hæð hússins og í Súlnasal voru haldnar margar veislur og ófáir tónleikar.

Heimild: Ruv.is