Home Fréttir Í fréttum Vitinn er fallinn

Vitinn er fallinn

17
0
Af vef Vegagerðarinnar

Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, er fallinn í sjó fram.

Í byrjun júní höfðu sjófarendur á svæðinu samband við Vaktstöð siglinga og greindu frá því að vitinn hallaði óvenju mikið, að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar.

„Í kjölfarið var vitinn skoðaður og skorið úr um að aðeins tímaspursmál væri þar til hann hryndi og lítið hægt að gera til að koma í veg fyrir það.“

Heimild: Mbl.is