Home Fréttir Í fréttum Viðgerð á Sultartangaskurði nauðsynlegur

Viðgerð á Sultartangaskurði nauðsynlegur

216
0
Mynd: Landsvirkjun

Viðgerð er hafin á frárennslisskurði Sultartangastöðvar, en molnað hefur úr báðum hliðum skurðarins að undanförnu. Frárennslisskurður stöðvarinnar er 17 ára um þessar mundir, en gerð hans hófst í ágúst 1997 og stóð fram í október 1999.

<>

Á byggingartíma stöðvarinnar var bergstyrkt í hliðunum, meðal annars með sprautuásteypun, á nokkrum stöðum í skurðinum. Molnað hefur upp úr styrkingunni og efni fallið ofan í frárennslisskurð stöðvarinnar sökum þess, sem veldur tregðu í frárennsli stöðvarinnar og því þörf á hreinsun áður en vetur skellur á.  Unnið verður að hreinsun skurðarins næstu vikur, en búið er að skapa aðstöðu fyrir vinnuvélar sem notaðar verða við verkið.

Skurðurinn er  rúmlega 7,2 km langur og allt að 40 metra djúpur og liggur frá stöðvarhúsinu í rótum Sandafells niður að Búrfelli.