Kíkt var í verksmiðju Steinullar hf. á Sauðárkróki í Landanum um helgina. Verksmiðjan er 40 ára á árinu. Fyrirtækið hefur náð talsverðum árangri í að gera starfsemina umhverfisvænni.
Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki er 40 ára á þessu ári en verksmiðjan er sú eina sinnar tegundar á landinu. Framkvæmdastjóri Steinullar segir fyrirtækið mikilvægan vinnustað á Sauðárkróki en þar starfa 40 manns. Til skoðunar er að stækka starfsemi verksmiðjunnar sem nær ekki lengur að annast eftirspurn.
Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi í Landanum í kvöld við starfsmenn steinullarverksmiðjunnar. Í þættinum er meðal annars útskýrt í einföldu máli hvernig steinull er framleidd og hvaða skref Steinull hf. hefur tekið til að gera framleiðsluna umhverfisvænni.
„Í upphafi var framleiðslan þannig að um 400 kíló fóru í urðun á hverju tonni sem við framleiddum af steinull. Við höfum náð að minnka þetta niður í um tíu kíló,“ segir Rafn Ingi Rafnsson, framleiðslu- og umhverfisstjóri fyrirtækisins.
Heimild: Ruv.is












