Home Fréttir Í fréttum ÞG Verk kaupir Arnarlandið í Garðabæ

ÞG Verk kaupir Arnarlandið í Garðabæ

67
0
Mynd: ÞG Verk

ÞG Verk hefur gengið frá kaupum á Arnarlandi í Garðabæ. Gert er ráð fyrir 450 íbúðum og 36.000 fermetrum af atvinnuhúsnæði.

Arnarlandið er um 9 hektarar að stærð og er staðsett miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Við svæðið liggja m.a. núverandi stofnleiðir hjólreiða og öflugt stíganet sem býður upp á góðar tengingar við nálæga þjónustu, útivistarsvæði, grænan borða og strandlengjuna.

Mynd: ÞG Verk

Margvísleg þjónusta og samfélagslegir innviðir eru í nærumhverfinu, stutt er t.a.m. í Fjölbrautaskólann í Garðabæ, söfn, sund, Smáralind, dagvöruverslun, bakarí, líkamsrækt og fleira.

ÞG Verk er virkilega spennt fyrir þeirri uppbyggingu sem fram undan er í þessu nýja hverfi og hlakka til að taka þátt í að móta framtíðar samfélag á svæðinu.

Heimild: ÞG Verk