Home Fréttir Í fréttum Hæsta brú í heimi tekin í notkun í Kína

Hæsta brú í heimi tekin í notkun í Kína

57
0
Brúin hefur slegið fyrra heimsmet sem hæsta brú heims en það var kínverska Duge-brúin sem átti lengi vel heiðurinn af því meti. Ljósmynd: Wikimedia Commons

Hin 625 metra háa Huajing Grand Canyon-brú var nýlega vígð í Kína en um er að ræða hæstu brú í heimi.

Í síðasta mánuði vígðu Kínverjar brúnna Huajing Grand Canyon Bridge en brúin er sú hæsta í heimi. Hún stendur í 625 metra hæð yfir Huajing-gljúfri í Guizhou-héraði í suðurhluta Kína og er 2.890 metrar á lengd.

Brúin, sem var byggð yfir Beipan-ánna, sló fyrra heimsmetið fyrir hæstu brú í heimi en það var kínverska Duge-brúin, sem tengir héruðin Guizhou og Yunnan, og er sú brú 565 metrar á hæð.

Huajing Canyon Bridge var opnuð almenningi þann 28. september sl. en megintilgangur brúarinnar var að stuðla að dreifbýlisuppbyggingu á svæðinu með áherslu á ferðaþjónustu. Guizhou er tiltölulega fátækt hérað og hefur afskekkta fjallalandslagið heldur ekki hjálpað efnahagi þess.

Búist er við því að brúin muni reynast mikil lyftistöng fyrir svæðið en hún hefur stytt ferðatímann sem það tók að fara milli gljúfursins úr 70 mínútum niður í aðeins eina mínútu. Það eru einnig áform um að koma fyrir teygjustökkstarfsemi á brúnni.

Brúin hefur einnig breyst í vinsælan ljósmyndaáfangastað fyrir nýgift hjón.
© Skjáskot

Framkvæmdir á Huajing Canyon Bridge hófust í janúar 2022 og stóðst brúin öll öryggispróf í ágúst 2025. Hátt í fimm þúsund manns eru farnir að heimsækja brúnna á hverjum degi og hefur brúin einnig breyst í vinsælan ljósmyndaáfangastað fyrir nýgift hjón.

Heimild: Vb.is