Home Fréttir Í fréttum Milljarði þegar verið eytt í Vörðuskóla

Milljarði þegar verið eytt í Vörðuskóla

15
0
Reykjavíkurborg keypti Vörðuskóla af ríkinu árið 2020 og nú er gert ráð fyrir verklokum árið 2028. mbl.is/sisi

Endurgerð Vörðuskóla við Barónsstíg í Reykjavík hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Reykjavíkurborg keypti húsnæðið af ríkinu árið 2020 og var ætlunin að starfrækja þar skóla til að mæta fjölgun íbúa í nærliggjandi hverfum.

Ráðist var í framkvæmdir árið 2022 og enn sér ekki fyrir endann á þeim. Áfallinn kostnaður vegna þessa er orðinn rúmur milljarður króna. Nú er búist við verklokum 2028.

Fallið frá fyrri áformum

Nú hefur verið fallið frá fyrri áformum, en samþykkt tillaga um að farið verði í undirbúningsvinnu fyrir húsnæði Vörðuskóla og það endurgert og hannað þannig að hægt sé að reka þar sjálfstætt skóla- og frístundastarf var lögð fram í skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar sl. mánudag. Jafnframt var lagt til að nýta húsnæðið, þegar það verður loks tilbúið, fyrir skóla- og frístundastarfsemi sem er í húsnæði sem þarf að fara í stórar viðhaldsframkvæmdir.