Home Fréttir Í fréttum Háhýsi í New York hrundi að hluta

Háhýsi í New York hrundi að hluta

39
0
20 hæða háhýsi í hverfinu Bronx í New York hrundi að hluta til eftir sprengingu. Ljósmynd/twitter

20 hæða háhýsi í hverfinu Bronx í New York hrundi að hluta til eftir sprengingu vegna gasleka um klukkan 8 í gærmorgun á staðartíma.

Frá þessu greina nokkrir bandarískir fjölmiðlar frá, þar á meðal CBS News og The New York Times.

Myndir frá vettvangi sýna bygginguna, sem var reist árið 1966, með gapandi opi frá toppi til botns á horninu þar sem áður var strompur.

Video: Part of New York City high-rise apartment building collapses.

Engar fregnir hafa borist af slösuðu fólki en leitar- og björgunaraðgerðir eru enn í gangi. Eric Adams, borgarstjóri New York, skrifar á X að borgarar ættu að forðast svæðið af öryggisástæðum.

Rannsókn er hafin af yfirvöldum til að komast að orsökum sprengingarinnar en samkvæmt New York Times búa rúmlega þrjú þúsund manns í hverfinu Mitchel Houses, sem umrædd bygging tilheyrir.

Heimild: Mbl.is