Home Fréttir Í fréttum Líklegt að miklar hækkanir verði á húsnæðisverði yfir sumarmánuðina

Líklegt að miklar hækkanir verði á húsnæðisverði yfir sumarmánuðina

64
0

Verðlag mun hækka um 0,1 prósent í apríl, samkvæmt spá greiningardeildar Arion banka sem birt var í dag. Það er mun minna en sú mikla hækkun, 1,02 prósent, sem varð á verðlagi í marsmánuði, aðallega vegna skarprar hækkunar á húsnæðisverði. Gangi spáin eftir mun ársverðbólga lækka úr 1,6 prósentum í 1,4 prósentum. Helstu ástæður þessarar þróunar er lækkun á flugfargjöldum til útlánda.

<>

Greiningardeildin spáir hóflegri hækkun húsnæðisverðs í þessum mánuði en telur það ekki ólíklegt að hækkanir á húsnæðisverði muni verða miklar yfir sumarmánuðina sem eru framundan. „Við teljum að sú verulega kaupmáttaraukning sem hefur raungerst síðastliðið ár, batnandi skuldastaða heimila, skuldaleiðréttingin og áframhaldandi aukin eftirspurn muni áfram þrýsta húsnæðisverði upp á við næstu mánuði,“ segir í greiningunni.

Húsnæðisverð hefur þegar hækkað um 4,2 prósent frá því í desember síðastliðnum, en niðurstöður skuldaleiðréttingaráforma ríkisstjórnarinnar voru kynnt í nóvember í fyrra. Greiningardeildir bankanna hafa tengt aukna verðbólgu (, að minnsta kosti að hluta, við við „leiðréttinguna“ enda komu áhrif hennar á greiðslubyrði og veðrými lántakenda að langmestu leyti fram á þessu tímabili.

Greiningin spáir því líka að eldsneytisverð muni hækka um 1,5 prósent á milli mánaða en að verð á díselolíu lækki um 0,9 prósent. Aðrir liðir neysluvísitölu sem mælir verðbólgu hafa minni áhrif í þessum mánuði.

Heimild: Kjarninn.is