Verkið felur í sér að fullgera loftræsikerfi íþróttamiðstöðvar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Einnig skal verktaki leggja til allan stjórnbúnað og sjá um að tengja allan stjórnbúnað loftræsingar og loftmagnstilla öll kerfi. Stöðlum og reglugerðum er varða lofræsilagnir skal fylgt í öllum atriðum ásamt kröfum mannvirkjastofnunnar er varða brunavarnir.
Stutt lýsing á umfangi verksins:
Setja þarf upp 3 kerfi í húsið:
Samstæða 1 sem þjónar íþróttasal og að auki tækjasal, tæknirými og áhaldageymslu. Kerfi samanstendur af sambyggðri innblásturs- og útsogssamstæðu með hjólvarmaskipti til varmaendurvinnslu og eftirhitara.
Samstæða 2 sem þjónar búningsklefum og tilheyrandi rýmum. Kerfi samanstendur af sambyggðri innblásturs- og útsogssamstæðu með krossvarmaskipti til varmaendurvinnslu og eftirhitara.
Samstæða 3 sem þjónar matsal á fyrstu hæð. Kerfi samanstendur af sambyggðri innblásturs- og útsogssamstæðu með hjólvarmaskipti til varmaendurvinnslu og eftirhitara.
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með föstudeginum 26. september 2025. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Harald Þór Jónsson með tölvupósti á netfangið haraldur@skeidgnup.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Árnesi, 804 Selfossi fyrir kl. 10:00 mánudaginn 13. október 2025, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Heimild: Skeidgnup.is