Home Fréttir Í fréttum Flestar á Höfða og Orkureitnum

Flestar á Höfða og Orkureitnum

24
0
Mikil uppbygging hefur verið á Orkureitnum við Suðurlandsbraut. mbl.is/Baldur

Nýjar framkvæmdir vegna uppbyggingar íbúða í Reykjavík er helst að finna á Höfða og Orkureitnum við Suðurlandsbraut.

Alls eru 2.657 íbúðir í byggingu í borginni en í mars síðastliðnum voru þær 2.112 talsins. Hefur þeim því fjölgað um 545 frá síðustu talningu, að því er kemur fram í nýjum tölum HMS.

176 bæst við í Hafnarfirði

Utan borgarinnar er mest um nýframkvæmdir í Hafnarfirði þar sem 176 íbúðir hafa bæst við frá síðustu talningu, flestar í Hamranesi og Áslandi. Í Garðabæ eru einnig 155 nýjar íbúðir í byggingu, fyrst og fremst í Hnoðraholti og Álftanesi, og í Mosfellsbæ eru 64 nýjar íbúðir, aðallega í Helgafellshverfi.

111 í Ölfusi

Á landsbyggðinni voru flestar nýjar framkvæmdir í Sveitarfélaginu Ölfusi, þar sem hafist var handa við byggingu 111 íbúða, og í Reykjanesbæ, þar sem ný verkefni ná til 98 íbúða.

Heimild: Mbl.is