Velta félagsins jókst um 6% milli ára og nam ríflega 4,2 milljörðum króna.
Rafverktakafyrirtækið Rafholt hagnaðist um 334 milljónir króna í fyrra, samanborið við 351 milljón árið 2023. Velta félagsins jókst um 6% milli ára og nam ríflega 4,2 milljörðum. Ársverk voru 131, samanborið við 119 árið 2023.

Greint var frá því í fyrra að framtakssjóðurinn Aldir I slhf. hefði gengið frá kaupum á 70% hlut í fyrirtækinu en stofnendur og lykilstarfsmenn héldu eftir 30% hlut. Stjórn leggur til að 450 milljónir verði greiddar í arð. Helgi Rafnsson er framkvæmdastjóri og einn eigenda Rafholts.
Heimild: Vb.is