
Vegna framkvæmda hafa Veitur lokað annari akrein Hálsabrautar við Hestháls. Þar með fækkar útgönguleiðum úr Árbænum næstu fjórar vikurnar, og fleiri þurfa að aka um gatnamót Höfðabakka þar sem umdeildar framkvæmdir fóru fram í sumar.
Í sumar voru tveir beygjuvasar við gatnamót Bæjarháls og Höfðabakka fjarlægðir, íbúum til mikillar gremju. Miklar umferðartafir hafa verið á svæðinu síðan framkvæmdirnar hófust. Fréttastofa hefur fjallað um ósætti íbúa sem eru margir hverjir æfir yfir breytingunum.
Vegna framkvæmda hafa Veitur lokað annari akrein Hálsabrautar við Hestháls. Þar með fækkar útgönguleiðum úr Árbænum næstu fjórar vikurnar, og fleiri þurfa að aka um gatnamót Höfðabakka þar sem umdeildar framkvæmdir fóru fram í sumar.
Í sumar voru tveir beygjuvasar við gatnamót Bæjarháls og Höfðabakka fjarlægðir, íbúum til mikillar gremju. Miklar umferðartafir hafa verið á svæðinu síðan framkvæmdirnar hófust. Fréttastofa hefur fjallað um ósætti íbúa sem eru margir hverjir æfir yfir breytingunum.

Framkvæmdirnar leggjast illa í íbúa Árbæjar, líkt og sjá má í athugasemdakerfinu undir færslunni sem sjá má hér fyrir ofan. Spurt er hvort verið sé að loka öllu hverfinu og hvergi hægt að komast út. Íbúar segjast hafa skilning á lokununum en að fjórar vikur sé of mikið. „Þvílík steypa sem þetta á eftir að verða,“ skrifar einn.
Þeir sem eru á leið úr Árbæ þurfa því að sætta sig við umferðartafirnar við Höfðabakka og Bæjarháls, nema þeir aki austur að Hádegismóum, yfir á Suðurlandsveg og þaðan á Vesturlandsveg.
Heimild:Visir.is