Home Fréttir Í fréttum Gröfutækni sér um jarðvinnu við nýja dælustöð í Árborg

Gröfutækni sér um jarðvinnu við nýja dælustöð í Árborg

15
0
Hákon Garðar Þorvaldsson, veitustjóri Selfossveitna bs, Þórarinn Úlfarsson, eigandi Gröfutækni ehf og Atli Marel Vokes, sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar. Ljósmynd/Árborg

Síðastliðinn miðvikudag var skrifað undir samning vegna jarðvinnu á vegum Vatnsveitu Árborgar vegna framkvæmda við nýja dælustöð í Hrísmýri við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar.

Hönnun dælustöðvar vatnsveitunnar er unnin af Eflu hf og mun jarðvinnuhluti framkvæmdarinnar verða unninn af Gröfutækni ehf á Flúðum, sem var lægstbjóðandi í verðkönnun sem fram fór í ágúst síðastliðnum. Byggingarstjórn og framkvæmdareftirlit verður í höndum Þórðar Ásmundssonar hjá Vörðu-Verkþjónustu ehf.

Verkið felst í því að grafa fyrir nýrri dælustöð vatnsveitu, fylla upp undir undirstöður hússins og leggja aðkomuveg að framkvæmdasvæði.

Verið er að leggja lokahönd á fullnaðarhönnun þessarar nýju dælustöðvar og einnig nýs 2.000 rúmmetra vatnstanks, sem verður til viðbótar þeim vatnstanki sem nú þegar er staðsettur á lóð dælustöðvarinnar. Undirbúningur fyrir útboði á uppsteypuhluta dælustöðvarinnar er vel á veg kominn og er ráðgert að uppbygging hefjist á næsta ári.

Heimild: Sunnlenska.is