Verktakar vinna nú að því að rífa gömul flugskýli varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Vinna þessi hófst í lok júlí sl. og er áætlað að verkinu ljúki um miðjan október. Ekki liggur fyrir hvað og þá hvort eitthvað verði byggt á reitnum í framhaldinu. Er þetta á meðal þess sem fram kemur í skriflegum svörum frá Isavia við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Um er að ræða svokölluð „alert“-flugskýli varnarliðsins sem eitt sinn voru notuð til að hýsa orrustuþotur af gerðinni F-15. Við skýlin er forgangsleið inn á flugbraut og þannig gátu þoturnar verið komnar í loftið á einungis þremur mínútum.
Heimild: Mbl.is