Home Fréttir Í fréttum Stefnir í 3 og hálfs árs lokun á leikskólanum

Stefnir í 3 og hálfs árs lokun á leikskólanum

10
0
Leikskólabörn eru á flakki víða um Vesturbæinn, sökum skólps og myglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þess verður leng­ur að bíða að börn fái aft­ur að ganga inn á leik­skól­ann Granda­borg í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Ástæðan er sú að í ljós kom að inn­rétt­ing­ar í skól­ann höfðu ekki verið pantaðar.

Til stóð að opna leik­skól­ann á ný í des­em­ber á þessu ári en ný dag­setn­ing verkloka er 1. mars á næsta ári.

Í skeyti frá skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, sem sent var for­eldr­um barna í leik­skól­an­um í vik­unni, eru taf­ir á verklok­um harmaðar og for­eldr­um tjáð að sviðið hafi skiln­ing á auknu álagi sem þær geta valdið.

Í orðsend­ing­unni seg­ir einnig að eft­ir fram­kvæmda­lok þurfi skoðun frá heil­brigðis­eft­ir­liti áður en hægt verði að hefja starf­semi.

Lítið að gera nema bíða og vona það besta
Til skýr­ing­ar á töf­un­um er nefnt að í ljós hafi komið að inn­rétt­ing­ar, sem talið var að fyrri verktaki hefði pantað, hafi alls ekki verið pantaðar. Um­rædd­ur verktaki sagði sig frá verk­inu.

„Nýi verktak­inn hef­ur lagt kapp á að reyna að láta allt ganga upp án mik­illa tafa en oft er af­greiðslu­tími aðfanga lang­ur og lítið við því að gera nema bíða og vona það besta,“ seg­ir í skeyt­inu.

Granda­borg var lokað í októ­ber árið 2022 eft­ir að skól­p­lögn fór í sund­ur und­ir hús­inu og meng­un greind­ist í jarðvegi.

Upp­haf­lega átti fram­kvæmd­um á leik­skól­an­um að ljúka í lok þessa sum­ars en taf­ir urðu til þess að fram­kvæmda­lok­um var frestað fram í des­em­ber. Nú hef­ur þeim eins og áður sagði verið frestað fram í mars á næsta ári.

Hafa áhrif á fjöl­skyld­ur fleiri barna
25 börn höfðu þegar fengið út­hlutað leik­skóla­plássi á Granda­borg í haust.

Taf­irn­ar hafa þó áhrif á fjöl­skyld­ur fleiri barna því til stóð að hluti barna sem eiga að vera á leik­skól­an­um Haga­borg við Forn­haga færi yfir á Granda­borg þegar fram­kvæmd­um þar lyki.

Haga­borg var lokað í ág­úst vegna myglu og börn­in færð á þrjá staði; Baróns­borg, Vörðuborg og í ný­leg hús á lóð Haga­borg­ar.

Auðséð er að raskið og seink­un­in munu hafa mik­il áhrif á for­eldra barna í leik­skól­un­um tveim­ur.

Heimilf: Mbl.is