
Í síðustu viku var tekin fyrsta skóflustunga að nýjum 3.400 fermetra höfuðstöðvum matvælafyrirtækisins fornfræga Emmessíss, við Fossaleyni 16 í Grafarvogi í Reykjavík.
Skóflustunguna tók Hermann Þór Jónsson, starfsmaður Emmessís til 47 ára, með sérsmíðaðri ísskeið.

Húsnæðið er reist af fasteignafélaginu Kaldalóni og er áætlað að flutningar hefjist í lok árs 2026. Emmessís hefur verið í leiguhúsnæði við hlið Mjólkursamsölunnar við Bitruháls í Reykjavík um árabil, eða síðan 1994.
Heimild: Mbl.is