Home Fréttir Í fréttum Emmessís í nýjar höfuðstöðvar í Grafarvogi

Emmessís í nýjar höfuðstöðvar í Grafarvogi

14
0
Tölvuunnin mynd af nýju höfuðstöðvunum sem verða að Fossaleyni 16 í Grafarvogi í Reykjavík. Húsið verður 3.400 fermetrar að stærð. Tölvumynd/Emmessís

Í síðustu viku var tek­in fyrsta skóflu­stunga að nýj­um 3.400 fer­metra höfuðstöðvum mat­væla­fyr­ir­tæk­is­ins forn­fræga Em­mess­íss, við Fossa­leyni 16 í Grafar­vogi í Reykja­vík.

Skóflu­stung­una tók Her­mann Þór Jóns­son, starfsmaður Em­mess­ís til 47 ára, með sér­smíðaðri ís­skeið.

Fyrstu skóflu­stung­una að nýja hús­inu tók Her­mann Þór Jóns­son, starfsmaður Em­mess­ís til 47 ára, og notaði hann risa­stóra og sér­smíðaða ís­skeið í verkið. Morg­un­blaðið/​Karítas

Hús­næðið er reist af fast­eigna­fé­lag­inu Kaldalóni og er áætlað að flutn­ing­ar hefj­ist í lok árs 2026. Em­mess­ís hef­ur verið í leigu­hús­næði við hlið Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar við Bitru­háls í Reykja­vík um ára­bil, eða síðan 1994.

Heimild: Mbl.is