Nýr Landspítali ohf., kt. 500810-0410, Vatnsmýrarvegi 22, 101 Reykjavík, (hér eftir nefndur „verkkaupi“ eða ”kaupandinn”) óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á rafkerfum í kjallara K2 til 4. hæðar meðferðarkjarna sem verður hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut í Reykjavík (sjá www.nlsh.is).
Stærð nýs meðferðarkjarna er um 70 þúsund fermetrar sem skiptast á 8 hæðir, þar af 2 hæðir neðanjarðar (K1 og K2). Útboð þetta tekur til allt að 55 þúsund fermetra í meðferðarkjarnanum en megin hluti legudeilda á 5.-6. hæð er undanskilinn.
Þó mun rafverktaki sjá um ákveðinn endabúnað sem settur verður upp á legudeildunum. Ákveðin sérmerkt rými verða þó ekki hluti af frágangi þessa útboðs þar sem fullnaðarhönnun þeirra er ekki lokið eða ákvarðanir hafa ekki verið teknar um útfærslu frágangs. Í þeim tilfellum er miðað við að verktaki annist tengingar að þessum rýmum skv. nánari skilgreiningu sem koma mun fram í útboði.
Útboðsgögn afhent: | 03.09.2025 kl. 00:00 |
Skilafrestur | 07.10.2025 kl. 11:00 |
Opnun tilboða: | 07.10.2025 kl. 11:15 |