Home Fréttir Í fréttum Mikil fráveituumsvif við Borgarnes

Mikil fráveituumsvif við Borgarnes

555
0
Borgarnes Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Talsverð umsvif eru nú á vegum Veitna við Borgarnes og hafa þrír dráttarbátar verið þar að störfum við nýja fráveitu bæjarins. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur er verið að fleyta sjólögnum, samanlagt tæpum 700 metrum á lengd, út á sjó og sökkva þeim í lagnastæðin.

Nýjar lagnir og hreinsistöðvar

Þetta er gert til þess að fráveita Borgarbyggðar standist nútímakröfur. Sjólögnin verður tengd hreinsistöð fráveitunnar í Brákarey.  Nýjar stofnlagnir hafa þegar verið lagðar í Borgarnesi. Fjórar lífrænar hreinsistöðvar hafa verið teknar í notkun í uppsveitum Borgarfjarðar; á Bifröst, í Reykholti, á Varmalandi og Hvanneyri. Þá er unnið að nýrri fráveitu á Akranesi, samsvarandi fráveitunni í Borgarbyggð, og sjólögn frá hreinsistöð á Kjalarnesi.

<>

Heimild: Ruv.is