Home Fréttir Í fréttum Bæta lyftuhúsi við leik­skólann og opna ekki fyrr en 2027

Bæta lyftuhúsi við leik­skólann og opna ekki fyrr en 2027

24
0
Sólhlíð hefur verið lokuð síðan í október 2022. Vísir/Vilhelm

Framkvæmdum við leikskólann Hlíð mun ekki ljúka fyrr en í apríl 2027 en úrbætur sem ráðast þarf í reyndust meiri en gert var ráð fyrir. Leikskólanum var lokað í október 2022 vegna myglu.

Fjallað var um málið á Vísi fyrir tæpum þremur árum eftir að leikskólanum var lokað. Málið hafði borið brátt að og eftir að mygla greindist í húsnæðinu, sem almennt gengur undir nafninu Sólhlíð, var börnum komið fyrir í hraði á öðrum skólum. Meirihluti barnanna var sendur á Brákarborg í Sundum, ein deild fór á Klambra og ein deild varð eftir á Litlu-Hlíð.

Fram kemur í svari skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu um málið að frá því að húsið var tæmt og farið var í skoðun á hvaða endurbótum væri þörf hafi verkið undið upp á sig.

„Í endurgerðinni felst meðal annars endurnýjun allra vatns- og rafmagnslagna, steypuviðgerðir auk þess sem sérstakt múrkerfi verður sett utan á húsið. Þá verður hljóðvist, lýsing og aðgengi bætt. Stór liður í bættu aðgengi er lyftuhús sem byggja á við gafl hússins,“ segir í svarinu.

Gert er ráð fyrir, í útboði verksins sem nú stendur yfir, að framkvæmdum ljúki í apríl 2027. Þá taki við úttektir og standsetning hússins og ráðgert að skóla- og frístundasvið fái húsið í desember 2027.

Heimild: Visir.is