Framkvæmdir við stækkun Grensásdeildar halda áfram af krafti og eru á áætlun. Uppsteypu nýbyggingarinnar er lokið og vinna við frágang á ytra byrði hússins er hafin.
„Innanhúss stendur yfir lagnavinna, og í sumar var unnið við endurbætur á þaki eldri byggingar til að tryggja vandað samskeyti milli hennar og nýbyggingarinnar. Verkefnið gengur samkvæmt verkáætlun og stefnt er að áframhaldandi framgangi í samræmi við tímalínu,“segir Kristinn Jakobsson verkefnastjóri hjá NLSH.
Heimild: NLSH.is