Home Fréttir Í fréttum Setja hlut sinn í Skógar­böðunum í sölu­ferli

Setja hlut sinn í Skógar­böðunum í sölu­ferli

50
0
Eyþór Björns­son for­stjóri Norður­orku og Skógarböðin. Samsett mynd: Vb.is

Sé tekið mið af viðskiptum með 10% hlut í Skógarböðunum í fyrra er virði félagsins um 3 milljarðar.

Norður­orka hf. hefur ákveðið að setja 4,54% eignar­hlut sinn í Skógar­böðum ehf. í opið sölu­ferli og býður áhugasömum fjár­festum að gera til­boð í hlutinn.

Skógar­böð ehf. heldur utan um sam­nefnt baðlón á Akur­eyri við rætur Vaðla­heiðar en félagið hagnaðist um 210 milljónir króna á árinu 2024 saman­borið við 153 milljóna hagnað árið 2023.

Hagnaður félagsins jókst því um 37% milli ára.

Einblína á kjarnastarfsemi
Skógar­böðin, sem opnuðu í maí 2022, hafa á skömmum tíma orðið einn vinsælasti áfangastaður ferða­manna á Norður­landi.

Á síðasta ári sóttu um 150 þúsund gestir baðlónið og veltan nam tæpum milljarði króna.

Eyþór Björns­son for­stjóri Norður­orku segir að félagið hafi verið stolt af því að koma að upp­byggingu Skógar­baða, en starf­semi Norður­orku snúi fyrst og fremst að rekstri veitna við Eyja­fjörð og í Fnjóska­dal.

Þar sem frekari upp­bygging, þar á meðal bygging hótels, sé fyrir­huguð við Skógar­böðin, hafi stjórn Norður­orku ákveðið að selja hlut sinn og ein­beita sér að kjarna­starf­semi félagsins.

Heimild: Vb.is