Home Fréttir Í fréttum Steypubíll fór út af í Víkurskarði

Steypubíll fór út af í Víkurskarði

256
0
Mynd: Ágúst Ólafsson - RÚV
Ökumaður steypubíls sem lenti utanvegar í Víkurskarði í morgun slapp ómeiddur. Lamb hljóp í veg fyrir bílinn og fipaðist ökumaðurinn við það. Bíllinn steyptist fram af vegkantinum og niður bratta hlíð og staðnæmdist á hliðinni um 30 metrum neðar.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri var ökumaðurinn fluttur á slysadeild til skoðunar en reyndist ekki meiddur.

Heimild: Ruv.is

Previous articleÓfaglærðir verkamenn víða á mála sem iðnaðarmenn
Next articleNýtt húsnæði heilsugæslustöðvarinnar Reykjahlíð í Mývatnssveit var vígt í gær