
Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali hjá Helgafelli fasteignasölu, segir töluverða eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í Þorlákshöfn.
Margir komi að skoða eignir en möguleikinn á að kaupa eignir á byggingarstigi þrjú freisti margra enda geti fólk sparað sér heilmikið fé með því að fullklára sjálft eignirnar. En þegar bygging er á byggingarstigi þrjú er hún fullgerð að utan og tilbúin til innréttingar.
Tilefnið er viðtal við Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Ölfusi, í Morgunblaðinu í síðustu viku en þar sagði hann áform um 450 milljarða króna atvinnuuppbyggingu að mestu á áætlun.
Heimild: Mbl.is