Home Fréttir Í fréttum Rífa gamla tjörutanka

Rífa gamla tjörutanka

50
0
Malbikunarstöðin Höfði færir starfsstöðvar sínar yfir í Hafnarfjörð. mbl.is/Eggert

Niðurrif stend­ur nú yfir á göml­um tönk­um Mal­bik­un­ar­stöðvar­inn­ar Höfða við Sæv­ar­höfða.

Eft­ir ára­tuga­langa starf­semi á svæðinu und­ir­býr fyr­ir­tækið nú end­an­leg­an flutn­ing starfs­stöðva sinna á nýja lóð við Álhellu í Hafnar­f­irði, þar sem fyr­ir­hugað er að ný íbúðabyggð rísi við Sæv­ar­höfða í ná­inni framtíð.

„Mikið maus“

Birk­ir Hrafn Jóakims­son er fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins en hann seg­ir það mikla kúnst að rífa niður tank­ana.

„Þetta er mikið maus. Við erum nú bún­ir að vera að reyna að skræla málm­klæðning­una af tönk­un­um en það náðist ekki al­veg svo það þurfti að fella ann­an tank­inn. Að baki klæðning­unni er hnausþykkt stál sem er þykk­ast í botn­in­um en ég á von á því að farið verði með all­an úr­gang­inn í brota­járn,“ seg­ir Birk­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Heimild: Mbl.is