Home Fréttir Í fréttum Klæðningin að detta af 11 ára gömlu húsi

Klæðningin að detta af 11 ára gömlu húsi

9
0
Klæðning á gosminjasafninu Eldheimar er að falla utan af húsinu. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson.

Stór­lega sér á klæðningu á hús­næði gos­minja­safns­ins Eld­heima í Vest­manna­eyj­um. Raun­ar svo mikið að klæðning­in virðist vera að detta af hús­inu á norður­hlið þess.

Húsið var tekið í notk­un í maí árið 2014 og þykir mikið mann­virki sem kostaði tæp­an millj­arð í bygg­ingu á þáver­andi verðlagi. Bær­inn velt­ir nú upp mögu­leika á bót­um vegna máls­ins. Það gæti þó reynst snúið þar sem verktak­inn sem út­vegaði efnið sem er að gefa sig er ekki leng­ur til.

Langt und­ir eðli­leg­um end­ing­ar­tíma

„Þess­ar skemmd­ir á klæðning­unni komu okk­ur á óvart og málið er bara í því ferli sem það þarf að fara í. En það er ljóst að þetta er langt und­ir eðli­leg­um end­ing­ar­tíma á klæðningu sem þess­ari,“ seg­ir Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um.

Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Tær­ing und­ir klæðning­unni

Brynj­ar Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is- og fram­kvæmda­sviðs Vest­manna­eyja­bæj­ar, seg­ir að eft­ir skoðun virðist sem tær­ing hafi orðið í stál­efni sem er und­ir klæðning­unni sem ger­ir það að verk­um að hún hef­ur losnað af.

„Leiðarar und­ir klæðning­unni sem nefn­ast korten-stál eru ekki að stand­ast veðrið í Vest­manna­eyj­um og eru að tær­ast,“ seg­ir Brynj­ar.

Að sögn hans þarf að taka alla klæðning­una af hús­inu og setja nýja leiðara sem klæðning­in er svo skrúfuð á.

Brynj­ar Ólafs­son er fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is- og fram­kvæmda­sviðs Vest­manna­eyja­bæj­ar Ljós­mynd/​Aðsend

Að sögn hans ligg­ur kostnaður við áætlaðar viðgerðir ekki fyr­ir á þess­ari stundu.   Spurður seg­ir Brynj­ar að eng­in niðurstaða liggi fyr­ir varðandi bóta­kröfu bæj­ar­ins.

„Við höf­um verið í sam­ræðum við fram­leiðanda efn­is­ins en verktak­inn sem skaffaði efnið á sín­um tíma er ekki leng­ur til. Við þurf­um því að skoða mál­in aðeins bet­ur varðandi það,“ seg­ir Brynj­ar.

Klæðning­in dugði stutt. Ljós­mynd/Ó​skar P. Friðriks­son.

Leiðin­legt og öm­ur­legt

Krist­ín Jó­hanns­dótt­ir for­stöðumaður Eld­heima tel­ur málið afar leitt. „Manni finnst þetta afar leiðin­legt og öm­ur­legt. Þetta átti að vera al­gjör­lega viðhalds­frítt. Það er ekki langt síðan við fór­um að taka eft­ir því að klæðning­in væri að fara í sund­ur,“ seg­ir Krist­ín.

Krist­ín Jó­hanns­dótt­ir er for­stöðumaður Eld­heima. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Veru­leg tær­ing hef­ur orðið á efn­inu. Ljós­mynd/Ó​skar P. Friðriks­son.
Ljós­mynd/Ó​skar P. Friðriks­son.

Heimild: Mbl.is