Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Vel hefur gengið í sumar við uppsteypu á rannsóknahúsi Nýs Landspítala

Vel hefur gengið í sumar við uppsteypu á rannsóknahúsi Nýs Landspítala

43
0
Mynd: NLSH.is

Framkvæmdir við uppsteypu á rannsóknahúsinu hafa gengið vel í sumar.

Þessa dagana er unnið við að slá upp mótum þakplötunnar og ljúka þannig uppsteypu hússins.

Uppsetning stálvirkja í húsinu fer fram samhliða uppsteypu og vinna er í fullum gangi við tengiganga, sem munu tengja rannsóknahúsið við aðrar byggingar, þar á meðal bílastæða- og tæknihús, Meðferðarkjarna og hús Heilbrigðisvísindasviðs.

Reiknað er með að uppsteypu ljúki á haustmánuðum að sögn Árna Kristjánssonar staðarverkfræðings NLSH.

Heimild: NLSH.is