Home Fréttir Í fréttum Ráku sænska „peningaþvottaverksmiðju“

Ráku sænska „peningaþvottaverksmiðju“

29
0
Sænska efnahagsbrotarannsóknarstofnunin hefur ákært fimm manns fyrir peningaþvott sem nemur tæpum fimm milljörðum íslenskra króna. Ljósmynd/Ekobrottsmyndigheten

Þrír karl­menn og tvær kon­ur sæta nú ákæru í Svíþjóð og er gefið að sök að hafa haft sam­verknað um stór­felld­an pen­ingaþvott þar sem 386,5 millj­ón­ir sænskra króna voru hvítþvegn­ar – það er látn­ar líta út sem lög­leg velta – gegn­um fjölda fyr­ir­tækja í bygg­ing­ar­verk­taka­geir­an­um, en nefnd upp­hæð sam­svar­ar tæp­um fimm millj­örðum ís­lenskra króna.

„Ég lýsi þessu nán­ast sem pen­ingaþvotta­verk­smiðju,“ seg­ir Sanna Ness­er, yf­ir­sak­sókn­ari Efna­hags­brot­a­rann­sókn­ar­stofn­un­ar Svíþjóðar, Eko­brotts­myndig­heten, EBM, í um­fjöll­un stofn­un­ar­inn­ar um málið sem lesa má á heimasíðu henn­ar.

Sam­kvæmt ákæru tóku menn­irn­ir þrír og önn­ur kvenn­anna á móti greiðslum inn á banka­reikn­inga sam­tals 22 bygg­ing­ar­verk­taka­fyr­ir­tækja, en að baki greiðsl­un­um lágu falsaðir reikn­ing­ar sem til­greindu til­hæfu­laus­ar kröf­ur og var féð nýtt meðal ann­ars til þess að greiða starfs­kröft­um sem ekki greiddu af laun­um sín­um skatta eða önn­ur gjöld.

Bíla­kaup fyr­ir hátt í 800 millj­ón­ir

Hin kon­an er ákærð fyr­ir að hafa tekið við greiðslum og miðlað þeim áfram á reikn­inga fyr­ir­tækja sem ákærðu nýttu við brot sín. Er hún enn frem­ur grunuð um að hafa ann­ast kaup bif­reiða fyr­ir rúm­lega 60 millj­ón­ir sænskra króna, jafn­v­irði tæpra 770 millj­óna ís­lenskra króna, en hinar keyptu bif­reiðar voru í fram­hald­inu send­ar úr landi og seld­ar er­lend­is án þess að nokk­urs staðar væri gerð grein fyr­ir söl­unni.

Seg­ir Ness­er sak­sókn­ari á heimasíðu EBM að stofn­un­inni hafi tek­ist að sýna fram á hvernig ákærðu byggðu svika­myllu sína og hvernig þau nýttu milliliði til að dylja slóð sína. Þá hafi sak­sókn­ar­ar í fór­um sín­um mörg þúsund síður af net­sam­töl­um milli ákærðu þar sem þau leggi á ráðin um efna­hags­brot sín og kall­ar Ness­er hátt­semi þeirra „kerf­is­fjand­sam­lega og sam­fé­lagsskaðlega“.

Brot ákærðu áttu sér sam­kvæmt ákæru stað tíma­bilið janú­ar 2023 til sept­em­ber 2024 og náði rann­sókn EBM hvort tveggja til sænskra og lett­neskra fyr­ir­tækja. Málið verður þing­fest fyr­ir héraðsdómi 25. ág­úst og er reiknað með að aðalmeðferð þess standi fram í októ­ber.

SVT

Heimasíða EBM

Heimild: Mbl.is