Vatnsvirkinn ehf., sem rekur m.a. fagverslun fyrir pípulagningarmenn, hagnaðist um 390 milljónir króna í fyrra, samanborið við 471 milljón árið 2023. Rekstrartekjur námu ríflega 3,3 milljörðum króna og jukust um 250 milljónir milli ára.

Stjórn leggur til að 200 milljónir verði greiddar í arð. Guðni Vilberg Baldursson og Hjalti Már Bjarnason eru eigendur félagsins. Guðni er jafnframt framkvæmdastjóri.
Heimild: Vb.is