Home Fréttir Í fréttum Lækka verðið um nokkrar milljónir

Lækka verðið um nokkrar milljónir

27
0
Mynd: mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólaf­ur Finn­boga­son, fast­eigna­sali hjá Miklu­borg, seg­ir dæmi um að hús­byggj­end­ur hafi lækkað verð nýrra íbúða um nokkr­ar millj­ón­ir króna, jafn­vel fimm til sex millj­ón­ir, til að örva söl­una. Því fylgi enda fjár­magns­kostnaður að vera með marg­ar óseld­ar íbúðir á lag­er.

Ólaf­ur seg­ir ágæt­lega ganga að selja nýj­ar íbúðir á höfuðborg­ar­svæðinu sem eru rétt verðlagðar. Ef nýj­ar íbúðir selj­ist hægt sé lík­leg­asta skýr­ing­in að þær séu of dýr­ar.

Marg­ar íbúðanna seld­ar

Máli sínu til stuðnings taldi Ólaf­ur upp ell­efu ný­bygg­ing­ar á höfuðborg­ar­svæðinu en þar sé búið að selja hátt hlut­fall íbúða.

Fjallað hef­ur verið um hluta þess­ara verk­efna í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins um sölu nýrra íbúða á þétt­ing­ar­reit­um í miðborg Reykja­vík­ur. Taln­ing Ólafs nær hins veg­ar líka til Hamra­ness­ins í Hafnar­f­irði og til Bjark­ar­holts í Mos­fells­bæ.

Bankamaður sem ræddi við Morg­un­blaðið í trausti nafn­leynd­ar sagði fjár­festa og fé­lög hafa keypt marg­ar nýj­ar íbúðir á höfuðborg­ar­svæðinu að und­an­förnu.

Ein­stak­ling­ar í meiri­hluta

Spurður um þetta seg­ir Ólaf­ur að ein­stak­ling­ar séu að baki lang­stærst­um hluta kaup­anna. Hann áætli að fé­lög og fjár­fest­ar séu að baki um 10% kaup­anna. Rætt er við hann í blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is