Home Fréttir Í fréttum 21.08.2025 Sveitarfélagið Hornafjörður, Múlaglúfur – Útivistarstígur

21.08.2025 Sveitarfélagið Hornafjörður, Múlaglúfur – Útivistarstígur

17
0
Múlagljúfur. Mynd: Beyer.photo

Sveitarfélagið Hornafjörður, hér eftir nefnt verkkaupi, óskar eftir tilboðum í verkið „Múlaglúfur – Útivistarstígur“ eins og því er lýst í meðfylgjandi útboðsgögnum.

Hér er um almennt útboð að ræða og lýtur þeim reglum sem um það gilda. Innifalið í tilboð skal vera allt það sem til þarf að ljúka verkinu eins og er það skilgreint í útboðsgögnum.

Lauslegt yfirlit yfir verkið

Múlagljúfur er staður sem ferðamenn hafa nýlega byrjað að heimsækja og hefur fjöldi þeirra aukist hratt undanfarin fimm ár. Verkið felst í að framkvæma 1.áfanga í uppbyggingu stíga inn að gljúfrinu.

Í dag hafa myndast gönguslóðar á svæðinu í grónu landi og hafa breikkað hratt og gróðurþeka orðið fyrir skemmdum. Verkið innifelur að gera uppbyggðan göngustíg, 1,8-2,0 m breiðan og ganga frá jöðrum og fláum stígs með gróðurþekju af staðnum. Nýr stígur liggur að hluta til í svipaðri legu og gönguslóðarnir eru, en hluti stígsins liggur á nýju, óröskuðu landi þar sem ætlunin er að gera betri gönguleið en sú sem notast er við í dag. Þar sem stígar verða gerðir í núverandi gönguslóða þarf að gæta fyllsta öryggis vegna ferðamenn sem sækja svæðið.

Endanleg lega stígs skal ákvörðuð á verktíma í samráði við verkkaupa og hönnuði.

Uppbygging stíga er ný malarfylling og yfirborð er ýmist malarlag eða jarðvegsgrindur þar sem halli er mikill. Jarðvegsgrindur eru lagðar til af verkkaupa. Malarfyllingar skal verktaki vinna í nálægum árfarvegi. Á köflum þarf að leggja stíg inn í bratt land og þar skal hlaða grjóti til að halda við fláa.

Stígurinn er að þvera vatn á nokkrum stöðum og þar skal gera brúarhlemma með steyptar undirstöður, stálbita og klæðning úr íslensku timbri. Við brýr skal ganga frá með grjótköntum, náttúrugrjóti í yfirborð og gróðurþekju.

Sem hluta af verkinu eru einnig tveir áningarstaðir meðfram stíg. Þeir innihalda steinlögn með náttúrugrjót (flórun) og sérsmíðaða timburbekki úr íslensku timbri. Sjá nánar í útboðsgögnum.

Framkvæmdartími

Framkvæmdatími hefst þegar verkkaupi hefur með formlegum hætti tekið tilboði verktaka.

Áður en verksamningur er undirritaður skal verktaki leggja fram verkáætlun (tíma-, greiðslu- og mannaflaáætlun) um verkið í heild. Verktaki skal undirrita tíma- og mannaflaáætlun og undirverktakar sem koma að meginhluta verksins skulu einnig staðfesta hana. Verkáætlun þessi verður hluti verksamnings.

Verktaki skal jafnan gera sitt ýtrasta til þess að fylgja verkáætluninni og tilkynna jafnóðum ef út af bregður og af hvaða orsökum. Gangi verkið ekki nógu vel fram, miðað við samþykkta verkáætlun, er verktaka skylt að fjölga starfsmönnum og tækjum eða grípa til annarra nauðsynlegra ráðstafana, svo að áfangar verði tilbúnir á fyrirfram ákveðnum tíma. Fari verktaki ekki eftir tímaáætluninni og sinni verkinu ekki sem skyldi, hefur verkkaupi rétt til þess að taka verkið í heild af honum.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 31. desember 2025.

Þessar dagsetningar miðast við að tilboði hafi verið tekið og búið sé að semja við verktaka þann 12. september 2025.

Verkinu telst ekki lokið af hálfu verktaka fyrr en hann hefur staðið að fullu við skuldbindingar sínar samkvæmt útboðs- og samningsgögnum. Þá skal aðstaða verktaka hafa verið fjarlægð og vinnusvæðið hreinsað að fullu.

Útboðsgögn

Útboðsgögn, dagsett í júlí 2025, og bera nafnið:

Múlagljúfur – Útivistarstígur og sundurliðast eftirfarandi:

  • Útboðslýsing gerð af Sveitarfélaginu Hornafjörður
  • Teikningar og verklýsingar gerðar af Landmótun sf.
  • Tilboðseyðublað ásamt tilboðsskrá

Útboðsgögn fást afhent rafrænt án endurgjalds með því að senda tölvupóst á gunnlaugur@hornafjordur.is og óska eftir því að fá send útboðsgögn í verkið „Múlaglúfur – Útivistarstígur“ Þá verður fljótlega sendur hlekkur til baka á þann stað sem hægt verður að sækja gögnin. Vinsamlegast takið fram í viðfangsefni pósts „Múlaglúfur – Útivistarstígur“

Frekari fyrirspurnir skal senda á eftirfarandi netfang: gunnlaugur@hornafjordur.is og skal þá merkja “subject” reitinn: Múlaglúfur – Útivistarstígur – FYRIRSPURN. Fyrirspurn skal berast í síðasta lagi 5 virkum dögum fyrir opnunardag tilboðs.

Skil og opnun tilboða

Tilboðsgjafar skulu vera búnir að skila inn tilboði eigi síðar en fimmtudaginn 21. ágúst 2025 kl. 14:00. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Sveitarfélagsins Hornafjörður, Hafnarbraut 27, 780 Hornafirði og verða þau opnuð samtímis í fundarsal Sveitarfélagsins á 3. hæð í viðurvist þeirra bjóðenda sem óska eftir að vera viðstaddir.

Geti bjóðandi ekki komið útfylltum útboðsgögnum á opnunarstað til opnunar, er heimilt að senda undirritað tilboð ásamt fylgigögnum með tölvupósti á netfangið utbod@hornafjordur.is og skal það hafa borist áður en skilafrestur er runninn út

Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð eru bindandi í 5 vikur frá opnunardegi.
Nánari upplýsingar veitir: Gunnlaugur Róbertsson gunnlaugur@hornafjordur.is