Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við Suðurlandsveg eru brýnar

Framkvæmdir við Suðurlandsveg eru brýnar

110
0

Bæjarráð Hveragerðisbæjar fagnar því að undirbúningur að breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss skuli vera hafinn en nýlega voru opnuð tilboð í for- og verkhönnun vegarins. Er þar um að ræða áfanga er nær frá Kambarótum við Hveragerði að vegamótum hringvegar og Biskupstungnabrautar við Selfoss, eða um 12 kílómetra.

<>

Þessi vegarkafli er einn sá hættulegasti í þjóðvegakerfi landsins og því afar mikilvægt að sem allra fyrst verði ráðist í breikkun hans og þar með ásættanlega flutningsgetu og öruggan aðskilnað á akstursstefnum, því markmiði er best náð með 2+2 vegi. Væntanlega mun liggja fyrir hvernig verkinu verður háttað um leið og hönnunarferlið fer í gang.

Bæjarráði Hveragerðisbæjar þykir þó ljóst að fjármunum er alltof naumt skammtað til vegamála. Brýna nauðsyn ber til að samræmis sé gætt á milli samþykktrar samgönguáætlunar og þess fjármagns sem áætlað er til málaflokksins á hverjum tíma. Sé slíkt ekki tryggt er ljóst að vegakerfi landsins mun ekki til framtíðar bera þá miklu umferð og aukna álag sem á því er, með því miður hörmulegum afleiðingum.

Heimild: Hveragerðisbær