Skrifstofa fjármálaþjónustu og ráðgjafar, f.h. Umhverfis-og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar (USK) óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu gatna.
Verkið felst í snjóhreinsun og hálkueyðingu þeirra gatna í Reykjavík sem tilheyra útboði þessu (svæði 3 – 5 á yfirlitskorti sem fylgir útboðsgögnum), í einn vetur, þ.e. veturinn 2025-2026 innan þess tímabils sem getið er um í kafla 1.18 útboðslýsingar.
Bjóðandi leggur til menn og tæki til verksins og framkvæmir verkið eftir fyrirmælum frá eftirlitsmanni kaupanda og í samræmi við ákvæði og lýsingar í þjónustuhandbók USK. Þjónustuhandbókin telst hluti af verklýsingu þessari og hluti útboðsgagna og skal seljandi kynna sér hana til hlítar.
Athygli er vakin á því að snjóhreinsun húsagatna (þjónustuflokk 3) með t.d. traktorsgröfum og hjólaskóflum (vélavinna) er boðin út í sérstöku útboði og því ekki innifalin í þessu útboði.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is . Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: kl. 10:00, þann 21. ágúst 2025.