Home Fréttir Í fréttum Niðurrif og uppbygging á Höfða

Niðurrif og uppbygging á Höfða

54
0
Stór hluti af jarðhæðinni hafði verið rifinn á sunnudaginn var. mbl.is/Baldur

Þau tíma­mót eru nú að verða í bygg­ing­ar­sögu Reykja­vík­ur að hugs­an­lega síðasta fram­kvæmd­in sem stöðvaðist vegna efna­hags­hruns­ins 2008 er nú að víkja, nán­ar til­tekið með niðurrifi á Dvergs­höfða 4.

Fram kom í um­sögn skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar vegna um­sókn­ar THG arki­tekta haustið 2022 að fram­kvæmd­ir við húsið hefðu verið stöðvaðar haustið 2008 og húsið verið óklárað síðan, en búið var að steypa fyrstu hæðina ofan á bíla­kjall­ara.

Norðan við bygg­ing­ar­lóðina er skrif­stofu­hús á Dvergs­höfða 2 sem hýs­ir meðal ann­ars Rarik. Aust­an við lóðina er heilsu­gæsl­an Höfða.

Heimild: Mbl.is