Þau tímamót eru nú að verða í byggingarsögu Reykjavíkur að hugsanlega síðasta framkvæmdin sem stöðvaðist vegna efnahagshrunsins 2008 er nú að víkja, nánar tiltekið með niðurrifi á Dvergshöfða 4.
Fram kom í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar vegna umsóknar THG arkitekta haustið 2022 að framkvæmdir við húsið hefðu verið stöðvaðar haustið 2008 og húsið verið óklárað síðan, en búið var að steypa fyrstu hæðina ofan á bílakjallara.
Norðan við byggingarlóðina er skrifstofuhús á Dvergshöfða 2 sem hýsir meðal annars Rarik. Austan við lóðina er heilsugæslan Höfða.
Heimild: Mbl.is