Home Fréttir Í fréttum 1,1 milljarður til hluthafa

1,1 milljarður til hluthafa

43
0
Stefán Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Límtrés Vírnets.

Stjórn félagsins leggur til að 125 milljónir verði greiddar í arð til hluthafa í ár en félagið hagnaðist um 662 milljónir króna í fyrra.

Límtré Vírnet hagnaðist um 662 milljónir króna í fyrra, samanborið við 743 milljónir árið áður. Rekstrartekjur samstæðunnar, sem telur Byggingafélag Borgfirðinga og Jökulberg, námu ríflega 5,8 milljörðum og jukust um 9,5% milli ára þar sem aukning í beinni sölu nam 184 milljónum og aukning í verksölu 314 milljónum.

Skjáskot af Vb.is

Í skýrslu stjórnar segir að verksmiðjur samstæðunnar á Flúðum og í Borgarnesi hafi verið nær fullbókaðar allt árið. Ársverk voru 97 en voru 94 árið áður. Á árinu 2024 var fjármagnsskipan félagsins breytt með lækkun hlutafjár og nam greiðsla félagsins til hluthafa vegna þessa 1.143 milljónir króna.

Lagt er til að 125 milljónir verði greiddar í arð til hluthafa í ár. Stefán Árni Einarsson er forstjóri félagsins en Stekkur fjárfestingarfélag er stærsti hluthafinn.

Heimild: Vb.is