„Verkið gengur ágætlega, en verklok eru áætluð í september á næsta ári,“ segir Kristinn Sigvaldason, sviðsstjóri hjá Borgarverki, í samtali við Morgunblaðið, en Borgarverk vinnur nú að vegagerð á Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.
Um er að ræða 3. áfanga vegagerðar yfir Dynjandisheiði, en verkefnið sem nú er unnið að felst í nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 7,1 kílómetra kafla ásamt 800 metra vegarspotta á Dynjandisvegi.
Vegurinn er að mestu byggður í nýju vegstæði en einnig að hluta til í núverandi vegstæði. Auk vegagerðarinnar felst í verkinu gerð keðjunarplans sem og gerð áningarstaðar.
Heimild: Mbl.is