Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Verklok áætluð næsta haust

Verklok áætluð næsta haust

35
0
mbl.is/Árni Sæberg

„Verkið geng­ur ágæt­lega, en verklok eru áætluð í sept­em­ber á næsta ári,“ seg­ir Krist­inn Sig­valda­son, sviðsstjóri hjá Borg­ar­verki, í sam­tali við Morg­un­blaðið, en Borg­ar­verk vinn­ur nú að vega­gerð á Vest­fjarðavegi um Dynj­and­is­heiði.

Um er að ræða 3. áfanga vega­gerðar yfir Dynj­and­is­heiði, en verk­efnið sem nú er unnið að felst í ný­bygg­ingu Vest­fjarðaveg­ar á um 7,1 kíló­metra kafla ásamt 800 metra veg­ar­spotta á Dynj­andis­vegi.

Veg­ur­inn er að mestu byggður í nýju veg­stæði en einnig að hluta til í nú­ver­andi veg­stæði. Auk vega­gerðar­inn­ar felst í verk­inu gerð keðjun­ar­plans sem og gerð án­ing­arstaðar.

Heimild: Mbl.is