Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Fossvogsbrú á réttri leið

Fossvogsbrú á réttri leið

8
0
Fyrsta skóflustungan við byggingu brúarinnar var tekin 17. janúar. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Fram­kvæmd­ir við nýja Foss­vogs­brú ganga vel að sögn Davíðs Þor­láks­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Betri sam­gangna, en fram­kvæmd­in er í þeirra hönd­um.

Fyrsta skóflu­stung­an við bygg­ingu brú­ar­inn­ar var tek­in 17. janú­ar síðastliðinn. Bygg­ing henn­ar er hluti af sam­göngusátt­mál­an­um. Um­ferð um brúna verður ætluð borg­ar­línu, gang­andi og hjólandi veg­far­end­um.

„Það standa núna yfir fram­kvæmd­ir við fyll­ing­ar brú­ar­inn­ar, þeim er að mestu leyti lokið Kópa­vogs­meg­in og þær standa núna yfir Reykja­vík­ur­meg­in,“ seg­ir Davíð í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hann bæt­ir við að búið sé að bjóða út sjálfa brú­ar­smíðina og að til­boð verði opnuð 16. sept­em­ber.

Enn sem komið er hafa fram­kvæmd­ir gengið sam­kvæmt áætl­un bæði hvað varðar tíma og kostnað að sögn Davíðs.

Heimild: Mbl.is