Húsbyggjandinn Jón Þór Hjaltason segir óvissu í efnahagsmálum á Íslandi, og raunar um heim allan, hafa haft áhrif á fasteignamarkaðinn hér.
Meðal annars af þeim sökum hafi hann ákveðið að leigja út tíu nýjar íbúðir á Grensásvegi 1 en þær voru til sölu.
„Mér finnst margir vera í biðstöðu. Vextir eru enn háir og sennilega eru menn að bíða eftir að þeir lækki,“ segir Jón Þór.
Heimild: Mbl.is