Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Byggja baðstað í fjallinu

Byggja baðstað í fjallinu

24
0
Á myndinni má sjá vinnubúðir í forgrunni en fjær útlínur og undirstöðu Fjallabaðanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Góður gang­ur er nú í bygg­ingu Fjallabaðanna í Þjórsár­dal. Þarna verður baðstaður og 40 her­bergja hót­el; mann­virki sem eru byggð við fjallið Rauðukamba og eiga að falla inn í lands­lagið þar.

Fram­kvæmd­ir sem Já­verk hef­ur með hönd­um fóru á fullt skrið nú í vor og á staðnum eru fjöl­menn­ir vinnu­flokk­ar.

Opn­un Fjallabaðanna í Þjórsár­dal er fyr­ir­huguð vorið 2028. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Fyr­ir­huguð opn­un vorið 2028

Þeirra vegna hafa verið reist­ar þær vinnu­búðir sem sjást fremst á mynd­un­um, en fjær út­lín­ur og und­ir­staða þess sælureits sem Fjalla­böðin koma til með að verða. Opn­un þeirra er fyr­ir­huguð í maí 2028.

Þjórsár­dal­ur er í það minnsta þriðji staður­inn þar sem nú er verið að koma upp baðlón­um með þæg­ind­um. Hinir eru í Laug­ar­ási í Bisk­upstung­um og í Reykja­dal við Hvera­gerði.

Heimild: Mbl.is