Home Fréttir Í fréttum Malbikunarverkefni á Austurlandi boðin út eftir samþykkt á aukafjárlögum

Malbikunarverkefni á Austurlandi boðin út eftir samþykkt á aukafjárlögum

23
0
Mynd: Austurfrett.is

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í malbikun á nokkrum köflum á Hringveginum á Austurlandi eftir að Alþingi samþykkti aukafjárveitingu í viðhald vega á landsbyggðinni með fjáraukalögum fyrir tíu dögum.

Samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins fer mest fjármagn til Vesturlands og Vestfjarða því þörfin sé brýnust þar.

Fjárveitingin er upp á þrjá milljarða. Þótt hún sé loks staðfest nú hefur hún nokkurn veginn legið fyrir. Vegagerðin hefur þess vegna undirbúið verkin um skeið og í síðustu viku voru nokkur útboð auglýst á vef hennar.

Þar á meðal er útboð í viðgerðir á malbiki á Austursvæði í sumar. Frestur til að senda inn tilboð er til 22. júlí og á verkunum að vera lokið fyrir 15. september. Alls er gert ráð fyrir yfirlögnum upp á 8.900 fermetra.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni bætast með þessu við 6,5 km í viðhaldi á Hringveginum. Um er að ræða svæði í Berufirði, Hamarsfirði, við Skaftafell og Fellabæ.