Home Fréttir Í fréttum Segir lóðaskort valda fækkun íbúða í byggingu

Segir lóðaskort valda fækkun íbúða í byggingu

22
0
Gert er ráð fyrir að íbúðum í byggingu fækki um allt að 17% á einu ári. Samsett mynd/mbl.is/Sigurður Bogi/Baldur

Bæj­ar­stjóri Kópa­vogs seg­ir vaxt­ar­mörk höfuðborg­ar­svæðis­ins höfuðástæðu þess að lóðaskort­ur ríki. Sá skort­ur end­ur­spegl­ist einnig í hækk­andi hús­næðis­verði, auk­inni verðbólgu og hærra vaxta­stigi.

Seg­ir hún þá þætti ástæðu þess að íbúðum í bygg­ingu muni fækka á kom­andi ári sam­kvæmt nýrri könn­un á veg­um Sam­taka iðnaðar­ins.

Bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar seg­ir Garðabæ hins veg­ar ekki finna fyr­ir lóðaskorti, held­ur hafi upp­bygg­ing verið jöfn og þétt þar í bæ.

Íbúðum í bygg­ingu fækki um 17%

Gerð var grein fyr­ir niður­stöðum könn­un­ar sem Outcome fram­kvæmdi fyr­ir Sam­tök iðnaðar­ins í Morg­un­blaðinu í gær. Sam­kvæmt þeirri könn­un mun íbúðum í bygg­ingu koma til með að fækka svo um mun­ar á næstu 12 mánuðum, eða um 17%.

Heimild: Mbl.is