
Bæjarstjóri Kópavogs segir vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins höfuðástæðu þess að lóðaskortur ríki. Sá skortur endurspeglist einnig í hækkandi húsnæðisverði, aukinni verðbólgu og hærra vaxtastigi.
Segir hún þá þætti ástæðu þess að íbúðum í byggingu muni fækka á komandi ári samkvæmt nýrri könnun á vegum Samtaka iðnaðarins.
Bæjarstjóri Garðabæjar segir Garðabæ hins vegar ekki finna fyrir lóðaskorti, heldur hafi uppbygging verið jöfn og þétt þar í bæ.
Íbúðum í byggingu fækki um 17%
Gerð var grein fyrir niðurstöðum könnunar sem Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins í Morgunblaðinu í gær. Samkvæmt þeirri könnun mun íbúðum í byggingu koma til með að fækka svo um munar á næstu 12 mánuðum, eða um 17%.
Heimild: Mbl.is