Home Fréttir Í fréttum Byggja nýja ferðamiðstöð í Keflavík

Byggja nýja ferðamiðstöð í Keflavík

20
0
Drög að ferðaþjónustukjarnanum KEF Center. Teikning/Jees arkitektar

Steinþór Jóns­son, hót­el­stjóri á Hót­el Kefla­vík, und­ir­býr mikla upp­bygg­ingu við hót­elið. Geng­ur hún út á að fjölga her­bergj­um um 100 og verða þá alls 177 her­bergi á hót­el­inu og á ná­lægu gisti­heim­ili.

Sam­hliða stend­ur til að byggja upp nýja miðstöð ferðaþjón­ustu í Kefla­vík og íbúðir en vinnu­heiti verk­efn­is­ins er KEF Center.

„Við erum opin fyr­ir því að fá meðfjár­festa. Þessi framtíðaráform á svæðinu kosta aldrei minna en 4-5 millj­arða,“ seg­ir Steinþór sem hyggst líka byggja upp lúx­us­gist­ingu og mót­töku­hús í Vatns­nes­hús­inu.

Steinþór opnaði heilsu­lind­ina KEF Spa & Fit­n­ess síðasta haust en það verk­efni kostaði tæp­an millj­arð.

„Fyrstu vik­urn­ar í fyrra vor­um við að prófa okk­ur áfram og leggja loka­hönd á hlut­ina, eins og geng­ur. Strax á þessu ári – ég myndi segja frá því í mars – hef­ur verið full­bókað hjá okk­ur þessa aðaldaga sem eru fimmtu­dag­ur, föstu­dag­ur og laug­ar­dag­ur.

Það eru fyrst og fremst lands­menn sem eru að koma til okk­ar í hóp­um og pör. Sauma­klúbb­ar og íþrótta­hóp­ar hafa verið áber­andi og hér hafa farið fram gæs­an­ir og aðrir viðburðir,“ seg­ir Steinþór en ít­ar­lega er rætt við hann á miðopnu ViðskiptaMogg­ans í dag.

Heimild: Mbl.is