Vegagerðin óskar eftir tilboðum í þurrfræsingu og tvöfalda klæðingu á vegum á Norðursvæði 2025.
Um er að ræða annars vegar fræsingu á núverandi slitlagi/burðarlagi, akstur og útlögn á burðarlagi og tvöfalda klæðingu. Samhliða fræsingu skal jafna hæðarlegu og þverhalla vegarins. Verkkaupi leggur til burðarlags og klæðningarefni. Ofangreindir vegkaflar eru staðsettir í Blönduhlíð Skagafirði.
Flutningur steinefnis , burðarlag
|
13.000 m³*km
|
Þurrfræsing
|
22.200 m2
|
Flutningur klæðningarefnis
|
3.900 m³*km
|
Tvöföld klæðing
|
22.200 m2
|
Verklok eru 1. september 2025.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með þriðjudeginum 8. júlí 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 22. júlí 2025.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.